Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2021

Sendiráðið stuðlar að því að efla tvíhliða samstarf við Rúmeníu

Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands, tók á dögunum þátt í fjarfundi sameiginlegu tvíhliða nefndar uppbyggingarsjóðsins fyrir Rúmeníu þar sem rætt var um tvíhliða verkefni sjóðsins með rúmenskum aðilum. Framlagaríkin og uppbyggingarsjóður EES funda reglulega með Rúmeníu og Búlgaríu og við venjulegar aðstæður fara fundirnir fram á vettvangi í þessum ríkjum, en í bili kemur kórónafaraldurinn í veg fyrir það, svo fara þarf aðrar leiðir og funda í gegnum netið.

Markmið uppbyggingarsjóðs EES eru að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og að styrkja tvíhliðatengsl milli framlagaríkjanna þriggja, Íslands, Liechtenstein og Noregs, og styrkþegaríkjanna sem eru fimmtán ríki innan ESB. Á tímabilinu 2014-2021 ver Uppbyggingarsjóðurinn 1,5 milljarði Evra til verkefna á ýmsum sviðum, s.s. endurnýjanlegra orkugjafa, nýsköpunar, loftslagsmála, umhverfisverkefna, menningarmála, mannréttinda, jafnréttismála, rannsókna og félagsmála. Framlag Íslands á þessu tímabili nemur 50 milljónum Evra.

Meðal verkefna sendiráðs Íslands í Danmörku, sem jafnframt er sendiráð gagnvart Rúmeníu og Búlgaríu, er að vinna með landstengiliðum sjóðsins að því að stofna til tvíhliða samstarfsverkefna með íslenskum aðilum í þessum tveimur ríkjum. Með því miðlar Ísland af þekkingu sinni og reynslu á t.d. jafnréttissviðinu, af nýtingu endurnýjanlegrar orku og í rannsóknum á ýmsum sviðum. Samstarfið á vettvangi uppbyggingarsjóðs EES gerir sendiráðinu í Danmörku einnig kleift að byggja upp og styrkja tengslanet sitt í Rúmeníu og Búlgaríu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta