Vefráðstefna um baráttuna gegn loftslagsbreytingum með grænum lausnum frá Íslandi
Þann 9 mars sl. hélt íslenska formennskan í fastanefnd EFTA-ríkjanna fyrri hluta árs 2021 vefráðstefnu þar sem til umfjöllunar voru íslensk sjónarmið í nýsköpun og grænum lausnum til að glíma við loftslagsbreytingar.
Ráðstefnan varpaði ljósi á frumleg verkefni sem hafa náð árangri í að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi; Carbfix, Carbon Recycling International, Pure North Recycling, og Circular solutions. Verkefnin voru kynnt með myndböndum og dagskránni fylgt eftir með áhugaverðum pallborðsumræðum.