Ráðherrafundur um landgræðslumál í bígerð
Svokallaðir vinahópar eru algengir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en þar koma saman ríki sem deila sýn eða hagsmunum í ýmsum málaflokkum. Ísland og Namibía stofnsettu vinahóp um landgræðslumál árið 2013 og hafa stýrt honum síðan. Hópurinn fundaði í vikunni og var tilefnið ærið. Heimsmarkmið 15 tekur m.a. til þess að landeyðingu í heiminum skuli snúið við og tengist fjölda annarra heimsmarkmiða með órjúfanlegum hætti.
Fyrirhugaður er ráðherrafundur um landheimt þann 20. maí nk. í Sameinuðu þjóðunum og lagði vinahópurinn á ráðin um undirbúning hans með þátttöku forseta allsherjarþingsins og framkvæmdastjóra Eyðimerkursamningsins (UNCCD).
Lesa má meira um Eyðimerkursamninginn hér: https://www.unccd.int/