Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Japan
Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti í gær Naruhito Japanskeisara trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í keisarahöllinni í Tókýó.
Með afhendingu trúnaðarbréfs getur sendiherra hafið störf að fullu, sem formlegur erindreki Íslands gagnvart Japan.
Naruhito keisari tók við af föður sínum Akihito keisara árið 2019 og varð þar með 126. Japanskeisari en japanska keisarafjölskyldan á rætur sínar að rekja til um 600 f.kr.
Þess má geta að forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú voru viðstödd krýningarathöfn Naruhito keisara í október 2019 í Tókýó.