Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2021

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Japan

Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti í gær Naruhito Japanskeisara trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn í keisarahöllinni í Tókýó.

Með afhendingu trúnaðarbréfs getur sendiherra hafið störf að fullu, sem formlegur erindreki Íslands gagnvart Japan.

Naruhito keisari tók við af föður sínum Akihito keisara árið 2019 og varð þar með 126. Japanskeisari en japanska keisarafjölskyldan á rætur sínar að rekja til um 600 f.kr.

Þess má geta að forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú voru viðstödd krýningarathöfn Naruhito keisara í október 2019 í Tókýó.

  • Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Japan - mynd úr myndasafni númer 1
  • Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Japan - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta