Hoppa yfir valmynd
6. maí 2021

Staða staðarráðins viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Osló laus til umsóknar

Noregur er eitt af mikilvægustu viðskiptalöndum Íslands. Sendiráð Íslands í Osló sinnir m.a. viðskiptaþjónustu við íslenska og norska aðila og starfar náið með Íslandsstofu að því að efla enn frekar viðskipatengsl ríkjanna. Áherslur á viðskiptasviðinu byggjast m.a. á áherslum íslenskra stjórnvalda og stefnumótunarvinnu Íslandsstofu og eru á sviði sex eftirfarandi flokka:  orka og grænar lausnir - hugvit, nýsköpun og tækni - listir og skapandi greinar – ferðaþjónusta - sjávarútvegur og að lokum sérhæfð matvæli og náttúruafurðir. Sendiráðið er auk þess sendiráð gagnvart Egyptalandi, Grikklandi, Íran og Pakistan.

Helstu verkefni:

  • Viðskiptaþjónusta á sviði markaðsmála, fjárfestinga, tollamála og við myndun viðskiptasambanda. Greiningar- og skýrslugjöf um efnahags- og viðskiptamál.
  • Eftirfylgni og reglubundin uppfærsla viðskiptaáætlunar sendiráðsins sem markar stefnu með hvaða hætti áherslum á viðskiptasviðinu verður sinnt í Noregi. Þetta felur í sér m.a. kynningu á Íslandi sem ferðamannalandi, aðstoð við íslenska aðila á sviði viðskipta, tengslamyndun, þátttaka í kaupstefnum og fundum alþjóðlegra kynningaskrifstofa osfrv.
  • Samvinna og samskipti við ýmsa aðila um viðskiptamál og viðskiptaþjónustu, s.s. viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Íslandsstofu, Norsk-íslenska viðskiptaráðið og viðskiptafulltrúa annarra sendiráða.
  • Umsjón með viðskiptaviðburðum sendiráðsins.
  • Aðkoma að öðrum kynningarverkefnum í Noregi og umdæmislöndum.
  • Upplýsingamiðlun á heimasíðu og samfélagsmiðlum.
  • Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun sendiherra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking á íslensku og norsku viðskiptalífi og viðskiptaumhverfi, opinberum stofnunum, menningu og samfélagi.
  • Þekking á starfi alþjóðlegra stofnana.
  • 3-5 ára reynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
  • Gott vald á íslensku, norsku og ensku í ræðu og riti.
  • Mjög góð tölvu- ogtækniþekking s.s. Outlook, Word, Excel, Power Point, notkun samfélagsmiðla.

Leitað er að einstaklingi sem hefur m.a. ríka þjónustulund, tekur frumkvæði, lipur í mannlegum samskiptum og tengslamyndun, er nákvæmur, vinnur vel undir álagi og gengur skipulega til verks.


Staðarráðinn viðskiptafulltrúi starfar á norskum vinnumarkaði og um starfskjör hans fer því eftir norskum reglum.

Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2021. Umsóknir skulu berast á netfangið [email protected] merkt „Staðarráðinn viðskiptafulltrúi“. Umsóknir skulu ritaðar á íslensku og þeim skal fylgja stutt kynningarbréf og ferilskrá umsækjanda.

Upphaf starfs er 1. ágúst 2021.

Sendiráðið hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar eru veittar í sendiráðinu í gegnum síma + 47 2323 7530 eða netfangið [email protected]

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta