Hoppa yfir valmynd
25. júní 2021

Viðskiptaáætlun sendiráðs Íslands í Osló

Sendiráð Íslands Osló gaf í dag út nýja og heilstæða viðskiptaáætlun sem myndar ramma utan um verkefni sendiskrifstofunnar á viðskiptasviðinu. Viðskiptaáætlunin byggist á áherslum í utanríkisviðskiptastefnu Íslands og áhersluflokkum framtíðarstefnu fyrir íslenskan útflutning sem unnin var af Íslandsstofu og kynnt í lok árs 2019. Meginmarkmið áætlunarinnar er að bera kennsl á hvar og á hvaða hátt sendiráðið getur lagt sitt af mörkum við framkvæmd framtíðstefnunnar. Áætlunin er lifandi skjal sem verður endurskoðað og uppfært með reglubundnu millibili.

Eitt af hlutverkum sendiráðs Íslands í Osló er að efla enn frekar viðskiptatengsl Íslands og Noregs og veitir sendiráðið í því skyni viðskiptaþjónustu til fyrirtækja og annarra sem vilja sækja á norskan markað, og/eða á markaði í öðrum umdæmislöndum sendiráðsins. Til að gera þetta mikilvæga hlutverk markvissara, en einnig sýnilegra, var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar viðskiptaáætlunar sendiráðsins sem lesa má hér.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta