Hoppa yfir valmynd
16. ágúst 2021

Sendiherra Íslands afhendir trúnaðarbréf í Kirgistan

Árni Þór Sigurðsson sendiherra ásamt Sadyr Japarov forseta Kirgistan  - mynd

Árni Þór Sigurðsson sendiherra afhenti þann 11. ágúst Sadyr Japarov forseta Kirgistan trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Kirgistan með aðsetri í Moskvu. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Bishkek og afhentu alls átta sendiherrar trúnaðarbréf við það tækifæri.

Í samtali forsetans og sendiherrans var sérstaklega rætt um samstarf ríkjanna á sviði endurnýjanlegrar orku, en Kirgistan býr yfir umtalsverðum möguleikum á virkjun fallvatna og nýtingu jarðhita.

Í tengslum við afhendingu trúnaðarbréfs átti sendiherra fundi með utanríkisráðherra, mennta- og vísindamálaráðherra, varaorkumálaráðherra, varafjármála- og efnahagsráðherra, yfirstjórn Ríkisorkufyrirtækisins og framkvæmdastjóra Samtaka lítilla vatnaflsvirkjana.

Á fundi sendiherra með yfirmanni Evrópu- og Ameríkudeildar utanríkisráðuneytisins var ítarlega rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna og leiðir til að efla samstarf þeirra, stöðu og horfur í Mið-Asíu, m.a. með hliðsjón af þróun mála í Afganistan, o.fl. Auk þess hitti sendiherra nokkra fyrrum nemendur Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er á Íslandi og fundaði með sendifulltrúum nokkurra annarra ríkja í Kirgistan.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum