Hoppa yfir valmynd
22. september 2021

Fulltrúar Íslands sitja aðalfund Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vín

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra í ræðustól á aðalfundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar - mynd

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra flutti í dag ræðu fyrir hönd Íslands á aðalfundi Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar sem stendur yfir í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg. Hann lagði ríka áherslu á að það væri skylda aðildarríkjana að virða þá sátt sem náðst hefur meðal þjóða um að kjarnorka skuli nýtt í friðsamlegum tilgangi og tefla ekki heimsfriði í tvísýnu með þróun og framleiðslu kjarnavopna. Blikur eru á lofti og Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni verður að vera kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu. Gerði sendiherrann sérstaklega að umræðuefni þróun mála í Íran og hvatti stjórnvöld til þess að virða skuldbindingar sínar við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina og standa við samninginn um kjarnorkuáætlun Írans (JCPoA).  Einnig gagnrýndi hann kjarnavopnatilraunir Norður Kóreu sem væri alvarleg ógnun við frið og stöðugleika. Hann fagnaði því að stofnunin leggur áherslu á að nýta kjarnatækni og þekkingu stofnunarinnar til þess að takast á við aðsteðjandi umhverfisógnir, þeirra á meðal er plastmengun í hafinu sem er einkar mikilvægt fyrir fiskveiðiþjóðir.

Auk Þórðar Ægis sitja aðalfundinn þau Sigurður M. Magnússon forstjóri Geislavarna ríkisins og Kristín A. Árnadóttir fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta