Hoppa yfir valmynd
29. september 2021

Ungir íslenskir frumkvöðlar vinna Pioneer Prize verðlaunin í Kaupmannahöfn

Síðastliðinn fimmtudag voru Pioneer Prize verðalunin veitt í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í sendiráði Svíþjóðar í Kaupmannahöfn. Norrænu frumkvöðlaverðlaunin, sem eru 25.000 DKK eru veitt af samtökunum Nordic Safe Cities til norrænna ungmenna sem sýnt hafa í verki og starfi að hafa stuðlað gegn hvers konar hatri og félagslegri útskúfun á Norðurlöndunum.

Á meðal vinningshafa var íslenski hópurinn Antirasistarnir sem samanstendur af Önnu Sonde, Kristínu Reynisdóttur og Valgerði Reynisdóttur. En þær hlutu verðlaunin fyrir að hafa stofnað instagram reikninginn Antirasistarnir, sem hefur það að markmiði að fræða fylgjendur markvisst um rasimsa. Aðrir verðlaunahafar voru Nooh Dib frá Malmö, Nagin Ravand frá Árósum og Seqininnguaq Poulsen frá Nuuk, en þessir ungu frumkvöðlar hafa allir unnið ötullega, hver á sínu sviði að málefninu.

Marta Stenevi ráðherra jafnréttis- og húsnæðismála í Svíþjóð veitti verðlaunin á afar hátíðlegri athöfn í bústað sænska sendiherrans í Danmörku, Charlotte Wrangberg. Hægt er að horfa á streymi af viðburðinum hér.

Á myndinni má sjá vinningshafana ásamt Helgu Hauksdóttur, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta