Hoppa yfir valmynd
8. mars 2022

Jafnrétti í þágu sjálfbærrar framtíðar

Jafnrétti í þágu sjálfbærrar framtíðar var yfirskrift samkomu sem skrifstofa UN Women á Indlandi stóð fyrir í tilefni af baráttudegi kvenna 8. mars. Sendiherra tók þátt og mun einnig sækja ýmsar aðrar samkomur sem fram fara í vikunni af þessu tilefni. Til samkomunnar var boðið fjölmörgum konum og stúlkum frá ýmsum fylkjum landsins og var samkoman liður í átaki UN Women á Indlandi sem kallast „Lesser than No One“ og styður konur sem staðið hafa framarlega í jafnréttisbaráttunni á ýmsum sviðum. Eistneski sendiherrann, sem er samræmingaraðili sendiráða Evrópuríkjanna í jafnréttismálum, flutti ávarp. Ísland hefur um árabil veitt umtalsverðu fé til starfsemi UN Women.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta