Tilkynning um atkvæðagreiðslu utankjörfundar í sendiráði Íslands í Berlín
Eftirtaldar sveitarstjórnir hafa ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaga þeirra þann 26. mars 2022. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna Langanesbyggð og Svalbarðshreppur og sveitarstjórnir sveitarfélaganna Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
Um atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga fer eftir ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna nr 5/1998 og laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000,eftir því sem við getur átt. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 5/1998 hefur kjósandi heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar frá þeim degi er átta vikur eru til kjördags.
Þetta þýðir að kjósandi hefur heimild til að greiða atkvæði utankjörfundar nú þegar. Þeir sem hafa kosningarétt í ofangreindum sveitarfélögum og hyggjast nýta sér hann með kosningu í sendiráðinu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sendiráðið með tölvupósti [email protected] eða í síma (+49) 030 5050 4000.