Hoppa yfir valmynd
11. mars 2022

Tilkynning um atkvæðagreiðslu utankjörfundar í sendiráði Íslands í Berlín

Tilkynning um atkvæðagreiðslu utankjörfundar í sendiráði Íslands í Berlín - myndHaraldur Jónasson / Hari

Eftirtaldar sveitarstjórnir hafa ákveðið að fram fari atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaga þeirra þann 26. mars 2022. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna Langanesbyggð og Svalbarðshreppur og sveitarstjórnir sveitarfélaganna Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.

Um atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga fer eftir ákvæðum laga um kosningar til sveitarstjórna nr 5/1998 og laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000,eftir því sem við getur átt. Samkvæmt 43. gr. laga nr. 5/1998 hefur kjósandi heimild til að greiða atkvæði utan kjörfundar frá þeim degi er átta vikur eru til kjördags.

Þetta þýðir að kjósandi hefur heimild til að greiða atkvæði utankjörfundar nú þegar. Þeir sem hafa kosningarétt í ofangreindum sveitarfélögum og hyggjast nýta sér hann með kosningu í sendiráðinu eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sendiráðið með tölvupósti [email protected] eða í síma (+49) 030 5050 4000.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta