Hoppa yfir valmynd
25. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland

Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - myndLeifur Rögnvaldsson

Þann 15. mars fór fram kynning á verkefnunum Film in Iceland og Record in Iceland í sendiráðsbústaðnum í Stokkhólmi.

Verkefnin Film in Iceland og Record in Iceland miða að því að kynna Ísland sem vænlegan stað til að taka upp bæði kvikmyndir/sjónvarpsefni og tónlist, ekki síst vegna laga um 25% endurgreiðslu kostnaðar sem fellur til vegna slíkra verkefna á Íslandi.

Á kynninguna mættu um 60 gestir úr heimi kvikmynda- og tónlistarframleiðslu í Svíþjóð og fengu þeir nánari upplýsingar um það hvað Ísland hefur upp á að bjóða í þessum efnum, t.d. hvað varðar möguleika á því að nýta sér þjónustu íslensks fagfólks í greinunum en einnig hvað varðar þá innviði sem til staðar eru. Þar að auki kynnti fulltrúi kvikmyndasjóðsins Film Stockholm þá möguleika sem eru í boði á sænsku hliðinni og það hvernig sjóðurinn getur liðkað fyrir samstarfi landanna á milli og aðstoðað þá sem hafa áhuga á að taka upp á Íslandi.

Gestir fengu jafnframt að hlýða á söngkonuna og píanóleikarann Önnu Grétu Sigurðardóttur sem starfar í Svíþjóð. Hún gaf nýverið út plötuna Nightjar in the Northern Sky sem hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda, en platan er einmitt tekin upp á Íslandi í stúdíóinu Sundhöllinni.

Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Íslandsstofu, sem sér um verkefnið Film in Iceland og Útón, sem sér um verkefnið Record in Iceland, auk Stockholm Film. Þá var viðburðurinn einnig haldinn innan ramma Skapandi Íslands sem er sameiginlegt markaðsverkefni Íslandsstofu og íslenskra stjórnvalda, unnið í samstarfi við miðstöðvar listgreina og fagfólks innan greinanna.

  • Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - mynd úr myndasafni númer 1
  • Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - mynd úr myndasafni númer 2
  • Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - mynd úr myndasafni númer 3
  • Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - mynd úr myndasafni númer 4
  • Kynning á Film in Iceland og Record in Iceland - mynd úr myndasafni númer 5

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta