Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2022

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu í Brussel og hjá kjörræðismönnum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu í Brussel og hjá kjörræðismönnum - myndHaraldur Jónasson / Hari

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum, en kjördagur er 14. maí nk.

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan er hafin, tekið er á móti kjósendum í húsakynnum sendiráðsins á Rue Archimède 17 (4. hæð) nálægt Schuman hringtorginu í Evrópuhverfinu.

Hægt verður að greiða atkvæði án þess að gera boð á undan sér á virkum dögum milli 9:30-12:00 og 14:00-16:00. Hægt er að bóka tíma til að greiða atkvæði alla virka daga milli 9:30 og 16:00 á póstfanginu [email protected].

Tekið er á móti kjósendum í húsakynnum sendiráðsins á 4. hæð. Gestir þurfa að gefa sig fram í afgreiðslu hússins á jarðhæð áður en þeim er fylgt upp á 4. hæðina.

Vilji fólk kjósa utan framangreindra tímasetninga er nauðsynlegt að bóka tíma fyrir fram með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected].

Kjósendur verða beðnir um að framvísa íslensku persónuskilríki með mynd.

Vakin er athygli á að kjósendur á erlendri grundu bera sjálfir ábyrgð á því að koma atkvæði sínu til skila. Senda skal atkvæði til sýslumanns eða kjörstjórnar í því umdæmi þar sem kjósandi telur sig vera á kjörskrá.

Auk sendiráðsins verður hægt að greiða atkvæði á ræðisskrifstofum Íslands í Belgíu, Hollandi og Lúxemborg samkvæmt samkomulagi.

Góðfúslega veitið því athygli að skrifstofur ræðismanna kunna að vera með reglur vegna Covid-19 faraldursins og ber kjósendum að kynna sér hvort það eigi við áður en komið er á skrifstofu ræðismanns. Nánari upplýsingar um hvenær tekið verður við kjósendum munu fylgja síðar eftir því sem við á:

Belgía / Embourg
Mr. Vincent V.J. Bovy - Honorary Consul
Voie de Liège 140b
BE-4053 Embourg
Netfang: [email protected]
Sími: (4) 367 2819
Farsími: (0) 475 904 410

Lúxemborg / Bertrange
Mrs. Josiane Eippers - Honorary Consul General
Netfang: [email protected]
50, avenue Gaston Diderich, L-1420 Luxembourg
Sími: 6212 32000
Miðvikudaginn 15. september milli 12:15 og 14:00 og fimmtudaginn 16 september milli 12:30 og 14:30

Holland / Amsterdam
Mr. Wouter Johann Pieter Jongepier - Honorary Consul
Gustav Mahlerplein 2
P.O. Box 75510, NL-1070 AM Amsterdam
NL-1082 MA Amsterdam
Netfang: [email protected]

Gerco van Eck – Honorary Consul
Loyens & Loeff, Blaak 31
P.O. Box 2888, 3000 CW Rotterdam,
NL-3011 GA Rotterdam
Netfang: [email protected]
Sími: (10) 224 6564 / 6703

Gerard van Klaveren – Honorary Consul
Eineflecht 4
NL-9244 EN Beetsterzwaag
Netfang: [email protected]
Sími: 6 534 011 24

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta