Hoppa yfir valmynd
25. maí 2022

Dúó Stemma í París

Það var glatt á hjalla hjá íslenskum börnum í París um helgina þegar dúettinn Dúó Stemma steig á stokk í embættisbústaðnum.

Dúó Stemma samanstendur af Herdísi Önnu Jónsdóttur, víóluleikara, og Steef van Oosterhout, slagverksleikara, hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau spiluðu og sköpuðu hin mögnuðu náttúruhljóð sem verða til á Íslandi, léku og sungu íslensk þjóðlög, fóru með þulur og sögðu hljóðsögu um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa, m.a. víólu trommum, sandpappír og hrossakjálka.

Óhætt er að segja að dúettinn hafi slegið í gegn hjá börnunum og fjölskyldum þeirra.

Verkefnið fékk styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands.
  • Dúó Stemma í París - mynd úr myndasafni númer 1
  • Dúó Stemma í París - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta