Retina Risk fær stuðning frá heimsmarkmiðasjóði
Sendiráð Íslands í Nýju-Delhí óskar fyrirtækinu Retina Risk á Íslandi til hamingju með styrk frá heimsmarkmiðasjóði utanríkisráðuneytisins. Fyrirtækið vinnur að tækni sem gerir kleift að greina sykursýki og vinna þannig gegn því að fólki missi sjónina. Þetta er viðvarandi vandamál á Indlandi og er tilgangur verkefnisins að veita um 200 þúsund tekjulágum sjúklingum aðstoð. Retina Risk vinnur með Sankara Nethralaya Eye Hospital í Chennai og heimsótti Guðni Bragason sendiherra sjúkrahúsið 2021. Starf Retina Risk var einnig kynnt á nýsköpunarfundi í Delí í mars 2022.