Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2022

Retina Risk fær stuðning frá heimsmarkmiðasjóði

Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ásamt Sigurbjörgu Jónsdóttur og Ægi Þór Steinarssyni frá RetinaRisk við undirritun samningsins. - mynd

Sendiráð Íslands í Nýju-Delhí óskar fyrirtækinu Retina Risk á Íslandi til hamingju með styrk frá heimsmarkmiðasjóði utanríkisráðuneytisins. Fyrirtækið vinnur að tækni sem gerir kleift að greina sykursýki og vinna þannig gegn því að fólki missi sjónina. Þetta er viðvarandi vandamál á Indlandi og er tilgangur verkefnisins að veita um 200 þúsund tekjulágum sjúklingum aðstoð. Retina Risk vinnur með Sankara Nethralaya Eye Hospital í Chennai og heimsótti Guðni Bragason sendiherra sjúkrahúsið 2021. Starf Retina Risk var einnig kynnt á nýsköpunarfundi í Delí í mars 2022.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta