Utanríkisráðherra fundaði með varautanríkisráðherra Indlands í Reykjavík
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Meenakashi Lekhi, varautanríkisráðherra Indlands funduðu í Reykjavík 19. ágúst. Samstarf á sviði jarðvarma, sjávarútvegs, menningar, jafnréttis, nýsköpunar og viðskipta voru meðal umræðuefna. Þá ræddu ráðherrarnir einnig stöðu heimsmála og innrás Rússa í Úkraínu.
Indland og Ísland fagna í ár hálfrar aldar stjórnmálasambandi og var Meenakashi Lekhi stödd hér á landi ásamt sendinefnd af því tilefni.