Hoppa yfir valmynd
15. september 2022

Staða staðarráðins fulltrúa við sendiráð Íslands í Osló laus til umsóknar

Sendiráð Íslands í Osló sinnir tengslum Íslands og Noregs og er auk þess sendiráð gagnvart Grikklandi og Pakistan.

Starf staðarráðins fulltrúa við sendiráðið er nú laust til umsóknar.

Helstu verkefni

  • Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf svo sem símsvörun og móttöku gesta, reikningsskil og skjalavörslu, upplýsingagjöf á vefsíðum og samfélagsmiðlum sendiráðsins.
  • Aðstoð við Íslendinga í Noregi og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins m.a. varðandi vegabréfaútgáfu.

Unnið er náið með utanríkisráðuneytinu og eftir atvikum opinberum stofnunum á Íslandi og kjörræðismönnum Íslands í umdæmisríkjunum. Samskipti eru við opinberar stofnanir í Noregi og öðrum umdæmislöndum sendiráðsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af skrifstofustörfum.
  • Reynsla og þekking á bókhaldskerfi ríkisins er kostur.
  • Gott vald á íslensku og norsku í ræðu og riti, ásamt staðgóðri enskukunnáttu.
  • Góð tölvukunnátta og ritvinnsla s.s. Word og Excel.
  • Góð þekking á opinberum stofnunum í Noregi og á Íslandi, menningu og samfélagi.

Leitað er að einstaklingi sem er lipur í mannlegum samskiptum, hefur ríka þjónustulund og getur unnið undir álagi. Viðkomandi þarf að vera nákvæmur og skipulagður. Gerð er krafa um að viðkomandi hafi ökuréttindi og geti sinnt tilfallandi akstri fyrir sendiráðið.

- - -

Um starfskjör staðarráðins fulltrúa fer samkvæmt norskum reglum og viðkomandi er starfsmaður á norskum vinnumarkaði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember  2022.

Frekari upplýsingar veitir Þorvaldur H. Yngvason í síma +47 2323 7533. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]

Umsóknir á íslensku eða norsku ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið [email protected] fyrir 5. október 2022.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta