Hoppa yfir valmynd
14. október 2022

Málstofa um aukna jarðvarmanýtingu á Indlandi

Fulltrúar fjölmargra aðila, ráðuneyta og einkafyrirtækja tóku þátt í málstofunni, einnig með fjarfundarbúnaði. Á meðal þeirra voru Guðni Bragason sendiherra, Benedikt Höskuldsson sérstakur fulltrúi fyrir loftslagsmál, dr. Ravi forstjóri Orkumiðstöðvar ONGC, Girish Kumar skrifstofustjóri í ráðuneyti endurnýjanlegra orkugjafa, Prasoon Dewan formaður IIBA, Kristín Anna Tryggvadóttir staðgengill sendiherra og Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi.  - mynd

Nú er tækifærið fyrir aukið samstarf Íslands og Indlands í nýtingu endurnýjanlegrar orku í ljósi þess, að indversk stjórnvöld ætla að stórauka framleiðslu endurnýjanlegrar grænnar orku.  Þetta var niðurstaðan á málstofu um jarðvarmanýtingu og framleiðslu grænnar orku með kolefnisbindingu og -nýtingu (CCUS), sem haldin var á vegum sendiráðsins í Delhí og  Indversk-íslenska viðskiptaráðsins (IIBA) með þátttöku Orkumiðstöðvar ONGC-orkufyrirtækisins, stærsta orkufyrirtækis á Indlandi. Samstarfsaðilar verkefnishóps (Task Force) fyrir samstarf ríkjanna um verkefni í nýtingu jarðvarmaorku á Indlandi hófu undirbúningsstarf sitt í vikunni í Delhí.

Benedikt Höskuldsson, sérstakur fulltrúi utanríkisráðuneytisins fyrir loftslagsmál, sem tilnefndur hefur verið formaður verkefnahópsins af Íslands hálfu, tók þátt í fundadagskrá, sem sendiráðið í Nýju-Delhí skipulagði. Á meðal annars var haldinn fundur með Rajesh Kumar Srivastava, forstjóra og stjórnarformanns ONGC, sem lýsti miklum áhug á auknu samstarfi.  ONGC-fyrirtækið (Oil and Natural Gas Corporation Ltd., ONGC), sem er í ríkiseigu, á samvinnu við ÍSOR og VERKÍS um jarðvarmaveitu í Ladakh-fylki í norð-vesturhluta Indlands. Að loknum inngangi formanns viðskiptaráðsins, Prasoon Dewan, og Guðna Bragasonar sendiherra, sem rakti aðdragandann að stofnun verkefnahópsins með ákvörðun forsætisráðherra ríkjanna sl. vor, flutti forstjóri Orkumiðstöðvar ONGC, dr. Ravi, erindi um starf fyrirtækisins að endurnýjanlegri orkunýtingu.

  • Fundur með Rajesh Kumar Srivastava, forstjóra og stjórnarformanns ONGC (Oil and Natural Gas Corporation Ltd., ONGC) stærsta orkufyrirtækis Indlands, sem á samvinnu við ÍSOR um jarðvarmaveitu í Ladakh-fylki í norð-vesturhluta Indlands. - mynd
  • Fulltrúar fjölmargra aðila, ráðuneyta og einkafyrirtækja tóku þátt í málstofunni, einnig með fjarfundarbúnaði. Á meðal þeirra voru Guðni Bragason sendiherra, Benedikt Höskuldsson sérstakur fulltrúi fyrir loftslagsmál, dr. Ravi forstjóri Orkumiðstöðvar ONGC, Girish Kumar skrifstofustjóri í ráðuneyti endurnýjanlegra orkugjafa, Prasoon Dewan formaður IIBA, Kristín Anna Tryggvadóttir staðgengill sendiherra og Rahul Chongtham viðskiptafulltrúi. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta