Hoppa yfir valmynd
21. október 2022

Guðni Bragason sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Nepal

Sendiráðið í Nýju-Delhí annast fyrirsvar gagnvart Nepal og afhenti Guðni Bragason forseta Nepal, frú Bidhya Devi Bhandari, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Kathmandu 21. október 2022. Í samræðum við forsetann eftir afhendingu ræddi sendiherra sérstaklega mikilvægi mannréttinda og jafnréttis og samstarfs að þeim, m. a. tilstilli Jafnréttisskólans. Komist hefur á samstarf Jafnréttisskóla GRÓ/UNESCO á Íslandi við Nepal. Fyrsti sérfræðingurinn frá Nepal sótti skólann í fyrra. Auk þess ræddi sendiherra samstarfsmöguleika ríkjanna í nýtingu jarðvarma og ferðamennsku.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta