Ísland styður indverska kokkalandsliðið.
Kynningarstarfi sendiráðsins lauk á viðeigandi hátt 4. desember 2022 með fjölmennri móttöku í sendiherrabústað, til að fagna samkomulagi milli Sambands matreiðslumanna á Indlandi og íslenskra meistarakokka um að þjálfa fyrsta kokkalandslið Indlands. Margir þekktustu matreiðslumenn landsins komu til mótttökunnar. Forgöngumaður samkomulagsins er Gissur Guðmundsson matreiðslumaður, sem starfað hefur með Indverjum um árabil. Gissur og fyrirtæki hans, Banyan, kynnti framleiðslu sína á SIAL-matvælasýningunni (Salon International de L´Alimentation) sem fram fór í Nýju-Delhí 2. – 3. desember. Í móttökunni var einnig kynnt skyrframleiðsla Skyrrup-fyrirtækisins á Indlandi og ginframleiðslu MÓA Háloga Distillery í Reykjavík.