Jafnréttisskólinn kynntur í Nýju-Delhí í tilefnis af alþjóða kvennadeginum
Líflegar frásagnir fjögurra fyrrverandi nemenda í Jafnréttisskólanum frá Indlandi vöktu mikinn áhuga þátttakenda á fundi um jafnrétti, sem haldinn var af sendiráði Íslands í Nýju-Delhí, UN Women á Indlandi og UNESCO-skrifstofunni þar 7. mars í tilefni af alþjóða kvennadeginum. Yfirskriftin var India Iceland: Building Bridges for Gender Equality“. Nemendurnir sögðu frá verkefnum sínum og reynslu af landi og þjóð og því, hvernig þjálfunin á Íslandi nýttist þeim í núverandi starfi og verkefnum.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri sagði frá áherslum Ísland í jafnréttismálum og starfsemi Jafnréttisskólans sem hluta af GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem fjármögnuð er af utanríkisráðuneytinu og tengd UNESCO.
Susan Ferguson yfirmaður UN Woman á Indlandi og Joyce Poan, starfandi yfirmaður UNESCO-skrifstofunnar í Nýju-Delhi, ávörpuðu einnig fundinn, og Guðni Bragason sendiherra stýrði umræðum. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuð þjóðanna í Nýju-Delhí fyrir fullu húsi, og buðu Indversk-íslensku viðskiptasamtökin (IIBA) til hádegisverðar í kjölfarið.
Nemendurnir fjórir svöruðu fyrirspurnum og töldu almennt að þjálfunin á Íslandi hefði nýst þeim í núverandi verkefnum, þ. á m. í heilbrigðismálum, stjórnmálastarfi og starfi borgarasamtaka. Alls hafa sex Indverjar komið til þjálfunar á Íslandi, þar af tveir karlar.