Hoppa yfir valmynd
9. mars 2023

Jafnréttisskólinn kynntur í Nýju-Delhí í tilefnis af alþjóða kvennadeginum

Martin Eyjólfsson the Permanent Secretary of State at the Ministry for Foreign Affairs in Iceland at the Gender Equality Event at the UN House, New Delhi  - mynd

Líflegar frásagnir fjögurra fyrrverandi nemenda í Jafnréttisskólanum frá Indlandi vöktu mikinn áhuga þátttakenda á fundi um jafnrétti, sem haldinn var af sendiráði Íslands í Nýju-Delhí, UN Women á Indlandi og UNESCO-skrifstofunni þar 7. mars í tilefni af alþjóða kvennadeginum. Yfirskriftin var India Iceland: Building Bridges for Gender Equality“. Nemendurnir  sögðu frá verkefnum sínum og reynslu af landi og þjóð og því, hvernig þjálfunin á Íslandi nýttist þeim í núverandi starfi og verkefnum.

 

Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri sagði frá áherslum Ísland í jafnréttismálum og starfsemi Jafnréttisskólans sem hluta af GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, sem fjármögnuð er af utanríkisráðuneytinu og tengd UNESCO.

Susan Ferguson yfirmaður UN Woman á Indlandi og Joyce Poan, starfandi yfirmaður UNESCO-skrifstofunnar í Nýju-Delhi, ávörpuðu einnig fundinn, og Guðni Bragason sendiherra stýrði umræðum. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Sameinuð þjóðanna í Nýju-Delhí fyrir fullu húsi, og buðu Indversk-íslensku viðskiptasamtökin (IIBA) til hádegisverðar í kjölfarið.

 

Nemendurnir fjórir svöruðu fyrirspurnum og töldu almennt að þjálfunin á Íslandi hefði nýst þeim í núverandi verkefnum, þ. á m. í heilbrigðismálum, stjórnmálastarfi og starfi borgarasamtaka. Alls hafa sex Indverjar komið til þjálfunar á Íslandi, þar af tveir karlar

  • Jafnréttisskólinn kynntur í Nýju-Delhí í tilefnis af alþjóða kvennadeginum - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta