Hoppa yfir valmynd
23. maí 2023

Afhending trúnaðarbréfs í Mónakó

Albert II, fursti af Mónakó og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra - mynd

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra með aðsetur í París, afhenti Albert II. fursta af Mónakó trúnaðarbréf sitt miðvikudaginn 17. maí. Við það tækifæri ræddu þau sameiginleg áherslumál ríkjanna eins og málefni hafsins, umhverfisins og loftslagsvána en einnig innrásina í Úkraínu og sameiginleg gildi og þá einkum með vísan í niðurstöður fundar Evrópuráðsins í Reykjavík sama dag, sem var sóttur af Pierre Dartout forsætisráðherra Mónakó. Sendiherra átti einnig fundi með Guillaume Rose, formanni verslunarráðs Mónakó (Monaco Economic Board), Michael Payne kjörræðismanni Íslands í Mónakó og Marie-Catherine Caruso-Ravera, skrifstofustjóra alþjóðamála í utanríkisráðuneytinu.

  • $alt
  • $alt
  • $alt

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta