Hoppa yfir valmynd
12. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Íslenskir listamenn á ferð um heiminn

Utanríkisþjónusta Íslands tekur virkan þátt í ferðasýningunni Outside Looking In, Inside Looking Out sem verður á ferð og flugi um heiminn næstu tvö árin. Um er að ræða samstarfsverkefni Myndlistarmiðstöðvar, Íslandsstofu og sendiskrifstofa Íslands víða um heim sem ætlað er að kynna nýja kynslóð myndlistarmanna frá Íslandi en á hverjum stað verður lögð sérstök áhersla á einn listamann úr hópnum.

Heiðar Kári Rannversson er sýningarstjóri en listamennirnir Una Björg Magnúsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Emma Heiðarsdóttir, Fritz Hendrik IV, Hildigunnur Birgisdóttir, Melanie Ubaldo og Styrmir Örn Guðmundsson eiga verk á sýningunni. Verkefnið hófst um miðjan maí síðastliðinn í New York þegar sýningin var sett upp í Williamsburg í samstarfi við aðalræðisskrifstofuna í New York. Sýningin þar var hluti af stærri menningardagskrá á viðburðinum Taste of Iceland þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar, myndlistar, gjörninga og ritlistar. Auk þess var haldið listamannaspjall í Scandinavia House þar sem rithöfundarnir Ragnar Helgi Ólafsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir kynntu verk sín og Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður ræddi við sýningarstjórann Dan Byers en á þessum fyrsta viðkomustað sýningarinnar var kastljósinu beint að Hildigunni sem verður jafnframt fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2024.

Næsti viðkomstaður sýningarinnar var í pop-up sendiráði Íslands sem sendiráð Íslands í Brussel stóð fyrir í Amsterdam í nýliðinni viku. Listamaðurinn sem lögð var áhersla á það skiptið var Styrmir Örn Guðmundsson. Eins og nafnið gefur til kynna felur pop-up sendiráð í sér að sendiráð Íslands í Brussel færði tímabundið starfsemi sína að hluta til Amsterdam og sinnti þar hefðbundnum sendiráðsstörfum dagana 6.-11. júní. Holland stóð fyrir pop-up sendiráði á Íslandi árið 2019. Til stóð að endurgjalda þann vináttuvott en vegna heimsfaraldursins varð ekki af því fyrr en nú. Með þessu var verið að styrkja starfsemi sendiráðsins sem snýr að í Hollandi, greiða fyrir auknum viðskiptum ríkjanna og rækta tengslin við Íslendingasamfélagið þar í landi. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem Ísland stendur fyrir pop-up sendiráði en sendiráðið vann verkefnið í nánu samstarfi við Íslandsstofu og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, ásamt fleiri aðilum og fyrirtækjum.

Næsta útgáfa sýningarinnar verður í sendiherrabústaðnum í Helsinki í október 2023 og ráðgert er að halda 3 til 4 sýningar árið 2024, meðal annars í Tókýó, París og Ósló. 

  • Íslenskir listamenn á ferð um heiminn - mynd úr myndasafni númer 1
  • Íslenskir listamenn á ferð um heiminn - mynd úr myndasafni númer 2
  • Íslenskir listamenn á ferð um heiminn - mynd úr myndasafni númer 3

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta