Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2023

Helga Hauksdóttir afhendir aðalritara CTBTO fulltrúabréf sitt

Helga Hauksdóttir afhendir Robert Floyd, aðalritara CTBTO, fulltrúabréf sitt - mynd

Helga Hauksdóttir, nýr fastafulltrúi Íslands í Vínarborg, afhenti Robert Floyd, aðalritara skrifstofu samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO), fulltrúabréf sitt.

Ísland var meðal stofnaðila CTBTO og undirritaði Samninginn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBT) þegar hann var samþykktur í september 1996 og fullgilti samninginn í júní árið 2000. Samtals hafa 186 ríki undirritað samninginn og 178 fullgilt hann. Samningurinn tekur hins vegar ekki formlega gildi fyrr en þau 44 ríki sem tilgreind eru í viðauka við samninginn hafa fullgilt hann. Enn eiga 8 ríki eftir að fullgilda hann.
Þar til samningurinn tekur gildi annast CTBTO og undirbúningsnefnd undirbúning að gildistöku samningsins, uppsetningu alþjóðlegs eftirlitskerfis og er samráðsvettvangur aðildarríkja.

Helga Hauksdóttir átti samtal við aðalritara um stöðu samningsins og þann mikla árangur sem hefur þegar náðst með samþykkt samningsins og miklum fjölda undirritana. Einnig var sjónum beint að mikilvægu starfi stofnunarinnar.

CTBTO rekur 321 eftirlitsstöð um allan heim og eru tvær þeirra á Íslandi og fylgjast þær með jarðskjálftum, mæla geislun í andrúmslofti og virkni eldfjalla á Íslandi. Alþjóðlega eftirlitskerfið hefur greint og gert viðvart um allar þær sex tilraunir með kjarnavopn sem gerðar voru á bilinu 2006 til 2017. Jafnframt aflar eftirlitskerfið mikilvægra upplýsinga sem nýtast meðal annars til að bregðast við yfirvofandi náttúruhamförum, svo sem risaflóðbylgjum og eldgosum.

 
  • Helga Hauksdóttir afhendir aðalritara CTBTO fulltrúabréf sitt - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta