Hoppa yfir valmynd
13. október 2023

Utanríkisráðherra hittir hagsmunaðila í viðskiptum, ferðaþjónustu, menningu og háskólasamstarfi með sterk tengsl við Ísland í Póllandi

Ísland og Pólland hafa sterk og víðfeðm tengsl. Mikil viðskipti fara fram á milli landanna á hinum ýmsu sviðum. Þá er tungumála og menningarsamstarf einnig öflugt og mikil gróska fer fram í samstarfi í listum og bókmenntum. Í heimsókn utanríkisráðherra til Varsjár í síðustu viku bauð sendiráð Íslands í Varsjá pólskum hagsmunaaðilum í viðskiptum, ferðaþjónustu, menningu og háskólasamstarfi til hádegisverðarfundar með utanríkisráðherra í sendiráðinu.

„Ísland og Pólland eru miklar vinaþjóðir og samvinna á milli landanna á sér stað á hinum ýmsu sviðum eins og sjá má á þátttöku á þessum fundi. Tengsl á milli líkt þenkjandi ríkja eru alltaf mikilvæg, einkum á tímum sem þessum þar sem ólögleg innrás á fullvalda ríki hefur átt sér stað í Evrópu, við landamæri Póllands“, sagði Þórdís Kolbrún.

Stór hópur Pólverja býr á Íslandi og auðgar þannig íslenskt samfélag og eru nú stærsti hópur íbúa með erlent ríkisfang. Þannig fjölgar einnig Íslendingum með pólskar rætur en fjölmargir Íslendingar hafa sömuleiðis kosið að setjast að í Póllandi til lengri eða skemmri tíma. Með opnun sendiráði Íslands í Póllandi í desember 2022 er hægt að sinna betur þeim hópi Íslendinga sem þar eru búsettir en einnig hvetja til frekari viðskipta á milli ríkjanna og greitt veginn fyrir íslenskum fyrirtækjum sem þar vilja koma á starfsemi. Á hádegisverðarfundi sendiráðsins í Varsjá kom einnig í ljós að í Póllandi eru ýmis smáfyrirtæki sem hafa áhuga á að flytja inn íslenskar vörur.

Mannleg samskipti á milli ríkja, sbr. þau sem eru á milli Íslands og Póllands, eru afar mikilvæg Íslandi. Aukin tungumálakennsla, menningarlæsi og samfélagsskilningur eru verðmæti sem eru í stöðugri þróun og aukningu á milli ríkjanna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta