Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2023

Jarðhitaverkefni Geotropy á Indlandi.

Stórt skref var stigið laugardaginn 18. nóvember í jarðhitaverkefni hins íslenska Geotropy orkufyrirtækis, þegar undirritaður var samningur við yfirvöld í indverska fylkinu Himachal Pradesh um ýmis nýtingarréttindi í verkefni Geotropy um að nota jarðhita, til að kæla ávaxtaframleiðslu og styrkja þannig efnahag og fæðuöryggi í héraðinu. Þegar hefur verið borað eftir heitu vatni í Kinnaur-dal, þar sem mikið er ræktað af ávöxtum.

Samningurinn var undirritaður af Tómasi Hanssyni stjórnarformanni Geotropy og Sudesh Mokhta forstjóra landbúnaðarstofnunarinnar í Himachal Pradesh, að viðstöddum Sukhvinder Singh forsætisráðherra fylkisins og Guðna Bragasyni sendiherra í Nýju-Delhí. Undirritunin fór fram í Shimla, höfuðborg fylkisins, að loknum fundi um sameiginleg hagsmunamál þess og Íslands.

Mynd:

Tómas Hansson og Sudesh Mokhta undirrita samninginn að viðstöddum Guðna Bragasyni sendiherra og Sukhvinder Singh forsætisráðherra, auk dr. Vijay Chauhan framkvæmdastjóra Geotropy.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta