Hoppa yfir valmynd
15. mars 2024

Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes

Framkvæmdastjóri MIPIM 2024 tekur á móti fulltrúum Íslands í Cannes - mynd
Dagana 12. til 15. mars fór stærsta alþjóðlega fjárfestingastefna heims, MIPIM 2024, fram í Cannes í Frakklandi. Unnur Orradóttir Ramette sendiherra tók virkan þátt í ráðstefnunni í samstarfi við Íslandsstofu og flutti m.a. opnunarávarp á sérstöku Íslandssvæði þar sem kynnt voru uppbyggingaráform í landi Keldna í Reykjavík, tækifæri fyrir hringrásariðnað á Grundartanga og Aldin Biodome í Elliðaárdal.

Eliza Reid forsetafrú opnaði annan hluta dagskrár þar sem kynnt voru tækifæri við Keflavíkurflugvöll með Kadeco. Þá tók hún þátt í tveimur pallborðsumræðum og blaðaviðtölum um stöðu kvenna í byggingageiranum og atvinnulífinu almennt.

Sendiráðið í samstarfi við Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) og Íslandsstofu skipulagði heimsókn í tæknigarðinn Sophia Antipolis með fulltrúum landshlutasamtakanna (o.fl.). Þar gafst hópnum tækifæri til að kynna sér sögu og starfsemi tæknigarðsins sem er stærstur sinnar tegundar í Evrópu. Mikill áhugi var á báða bóga að stofna til virks samstarfs við vísinda- og tækniþenkjandi klasa og fyrirtæki á Íslandi. FRÍS hefur nú opnað fyrir skráningu á heimsókn til Sophia Antipolis dagana 4.-5. júní 2024.  Sjá nánar á vefsíðu Fransk-íslenska viðskiptaráðsins
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt opnunarávarp á sérstöku Íslandssvæði MIPIM - mynd
  • Eliza Reid, forsetafrú, tók virkan þátt í dagskrá MIPIM í Cannes - mynd
  • Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes - mynd úr myndasafni númer 3
  • Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes - mynd úr myndasafni númer 4
  • Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður Útflutnings- og fjárfestingasviðs Íslandsstofu, Arnar Guðmundsson, Fagstjóri erlendra fjárfestinga hjá Íslandsstofu, Patrick Sigurdsson, formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra - mynd
  • Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes - mynd úr myndasafni númer 6
  • Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes - mynd úr myndasafni númer 7
  • Þátttaka sendiherra og forsetafrúar á fjárfestingastefnunni MIPIM í Cannes - mynd úr myndasafni númer 8

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta