Hoppa yfir valmynd
21. mars 2024

Frumsýning heimildarmyndar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra hélt ávarp við frumsýningu myndarinnar "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" - mynd
Fjölmenni var á frumsýningu heimildarmyndarinnar "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" eftir Marie Arnaud og Jacques Debs.

Heimildarmyndin fjallar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum, tileinkað Þorláki helga og skráð á latínu af íslenskum munkum. Sverrir Guðjónsson kontratenór, Philippe Lenoble, fyrrverandi kórstjóri dómkirkjunnar í Mans og munkar Bénédictine reglunnar unnu saman að túlkun handritsins.

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, hélt ávarp við frumsýningu myndarinnar sem haldin var í samstarfi við sendiráðið. Heimildarmyndin verður sýnd á næstu dögum í franska ríkissjónvarpinu. 
  • Úr heimildarmyndinni "Le chant des origines - Le manuscrit grégorien d'Islande" - mynd
  • Frumsýning heimildarmyndar um íslenskt tónlistarhandrit frá miðöldum - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta