Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráðinu og hjá kjörræðismönnum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 1. júní 2024 hefst fljótlega í sendiráðinu í Kaupmannahöfn og hjá kjörræðismönnum Íslands í Danmörku.

Boðið verður upp á opnunartíma utan hefðbundins skrifstofutíma í maí: 
Laugardaginn 4. maí kl. 10-14
Þriðjudaginn 7. maí kl. 16-19
Laugardaginn 11. maí kl. 10-14
Fimmtudaginn 16. maí kl. 16-19
Miðvikudaginn 22. maí kl. 16-19
Laugardaginn 25. maí kl. 10-14

Kjósendur sem að hyggjast greiða atkvæði hjá kjörræðismönnum er bent á að bóka tíma hjá ræðismönnum. Lista ræðismanna í Danmörku má finna hér.
https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-kaupmannahofn/um-sendiskrifstofu/#Tab3

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði.
Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á vefsetrinu: www.kosning.is.


Ef kjósendur hafa búið erlendis lengur en 16 ár þurfa þeir sjálfir að hafa sótt um að vera teknir inn á kjörskrá í gegnum Þjóðskrá. Fullnægjandi umsókn þyrfti að hafa borist Þjóðskrá fyrir 1. desember 2023. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta