Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2024

Íslensk myndlist kynnt í Nýju-Delhí.

Rósa Gísladóttir myndlistarkona kynnti verk sín í Þjóðarlistasafninu (National Gallery of Modern Art) í Nýju-Delhí 23. apríl 2024. Ræddi hún m. a. sýningar í Listasafni Einars Jónssonar og Ásmundarsafni 2022, Foro di Trajano í Róm 2012 og nýjustu sýninguna í Gerðarsafni 2023, þar sem hugmyndir um fórnina fyrr og síðar hefðu verið megininntakið. Ræddi hún einnig þau áhrif, sem Indland, indversk menning, byggingarlist og stjörnufræði hefði á hugmyndir sínar. Líflegar umræður fóru fram að kynningunni lokinni, m. a. um myndlist og umhverfið. Dr. Sanjeev Kishor Goutam forstjóri safnsins flutti inngangsorð ásamt Guðna Bragasyni sendiherra í Delhi.

  • Íslensk myndlist kynnt í Nýju-Delhí. - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta