Árni Þór afhenti trúnaðarbréf í Tyrklandi
Þann 25. apríl afhenti Árni Þór Sigurðsson sendiherra, Recep Tayyip Erdoğan forseta Tyrklands, trúnaðarbréf sitt. sem sendiherra Íslands gagnvart Tyrklandi með aðsetri í Kaupmannahöfn. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ankara og við sama tækifæri afhentu sex aðrir sendiherrar forsetanum trúnaðarbréf sín.
Á fundi forseta og sendiherra var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna, m.a. á sviði viðskipta, orkumála, menningamála og íþrótta. Auk þess var rætt samstarf á vettvangi alþjóðastofnana, bæði milli ríkisstjórna landanna og þjóðþinga þeirra.
Erdoğan færði Íslendingum sérstakar þakkir fyrir aðstoð við hjálparstörf þegar miklir jarðskjálftar riðu yfir á síðasta ári, en þá fór hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi.
Staðan í alþjóðamálum, m.a. í mið-Austurlöndum og í Úkraínu var einnig rædd, sérstaklega m.t.t. hlutverks og stöðu Tyrklands.