Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráði Íslands í Tókýó

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í sendiráði Íslands í Tókýó - myndHaraldur Jónasson / Hari

Kosið verður til embættis forseta Íslands 1. júní 2024. Ef kjósendur geta ekki kosið á Íslandi á kjördag er hægt að kjósa utan kjörfundar.

Þann 26. apríl rennur framboðsfrestur út og 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði til forseta. Eftir það verður hægt að kjósa utan kjörfundar m.a. hjá sendiráði Íslands í Tókýó og hjá ræðismönnum Íslands í Jakarta, Kyoto, Manila, Seoul og Singapúr.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í sendiráðinu hefst þriðjudaginn 7. maí en afgreiðsla sendiráðsins er lokuð bæði 3. og 6. maí vegna „Golden Week“.

Kjósendur þurfa að hafa samband með tölvupósti við sendiráð eða ræðismann í viðkomandi landi til að bóka tíma til að kjósa. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.

Kjósandi ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Vakin er athygli á því að það tekur að jafnaði um tvær vikur fyrir bréf sem póstlagt er frá Japan að skila sér til Íslands. Kjósendur sem hyggjast greiða atkvæði utan kjörfundar í Tókýó eru því hvattir til að gera það fyrri hluta maí.

Sjá nánari upplýsingar um framkvæmd kosningar utan kjörfundar á vefnum island.is.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta