Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2024
Athygli er vakin á því að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga á Íslandi 1. júní 2024, hefst í sendiráði Íslands í Vín föstudaginn 3. maí og stendur til 31. maí 2024.
Opnunartímar:
Hægt verður að kjósa í sendiráðinu alla virka daga sem hér segir:
- Mán., þri. og fim. 13:00-16:00
- Mið. og fös. 08:00-13:00
Sendiráðið verður þar að auki með lengdan opnunartíma til kl. 18:00 eftirtalda daga: mán. 6. maí, þri. 14. maí, fim. 16. maí, þri. 21. maí og mið. 22. maí. Tímapöntun er óþörf, nema kjósendur hafi ekki færi á að kjósa á ofangreindum tímum, þá eru þeir góðfúslega beðnir um að hafa samband við sendiráðið og panta tíma.
Vinsamlegat athugið að sendiráðið er lokað 9. maí (uppstigningardag) og 20. maí (2. í Hvítasunnu).
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá kjörræðismönnum:
Hægt verður að kjósa utan kjörfundar hjá kjörræðismönnum Íslands í umdæmislöndum sendiráðsins, eftir tímapöntun. Nánari upplýsingar um kjörræðismenn Íslands í Austurríki og umdæmislöndunum, Króatíu, Slóvakíu, Slóveníu og Ungverjalandi, er að finna á síðu sendiráðsins: Stjórnarráðið | Ungverjaland (stjornarradid.is)
Gagnlegar upplýsingar:
Gagnlegt er fyrir kjósendur að kynna sér upplýsingar um fyrirkomulag kosninga utan kjörfundar á heimasíðu Island.is: Forsetakosningar 2024 | Ísland.is (island.is)
Ef kjósendur eru efins um hvort þeir geti kosið (séu á kjörskrá) geta þeir flett upp kennitölu sinni í kjörskrá á síðum Þjóðskrár frá 26. apríl nk.: Kjörskrá og kosningar | Þjóðskrá (skra.is)
Hvernig kem ég atkvæði mínu til skila:
Athygli er vakin á því að skv. kosningalögum ber kjósandi sjálfur ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað. Til að tryggja að atkvæðið nái til viðkomandi kjörstjórnar innan tilskilins tíma, er mælst til þess að kjósendur greiði atkvæði sitt utan kjörfundar í sendiráðum og á kjörræðisskrifstofum erlendis fyrri hluta maímánaðar.
Hægt er að setja bréfið í póst eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma til skila. Kjörstjóra (þ.m.t sendiráðum) er skylt að koma atkvæðinu í almennan póst ef kjósandi óskar þess en kjörstjóri getur þó ekki tryggt að atkvæðið berist í tæka tíð.
Önnur lönd:
- Upplýsingar um sendiskrifstofur Íslands og kjörræðismenn eftir löndum.