Hoppa yfir valmynd
17. maí 2024

Kvikmyndin Ljósbrot heimsfrumsýnd í Cannes

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson var opnunarmynd í flokknum Un certain regard á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes þetta árið. Una Jóhannsdóttir, staðgengill sendiherra, var viðstödd heimsfrumsýninguna í Cannes á miðvikudaginn. Kvikmyndin hlaut einstakar viðtökur og mikil fagnaðarlæti brutust út í lok sýningarinnar. Sendiráðið í samstarfi við framleiðendur myndarinnar og Kvikmyndamiðstöð héldu móttöku eftir frumsýninguna til að fagna þessum viðburði og Eliza Reid, forsetafrú, lét sig ekki vanta.

Sendiráðið óskar Rúnari Rúnarssyni, leikurum og aðstandendum kvikmyndarinnar hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur!
  • Leikstjóri kvikmyndarinnar, Rúnar Rúnarsson, og Eliza Reid, forsetafrú - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta