Hoppa yfir valmynd
12. júní 2024

Fundir með ICIMOD og CNI í Nepal.

Í heimsókn sinni til Nepal átti Guðni Bragason sendiherra fundi með International Centre for Integrated Mountain Development (ICIMOD) og Samtökum iðnaðar og atvinnulífsins í Nepal (CNI). Viðstaddir voru einnig Rahul Changtham, viðskiptafulltrúi, Vidushi Rana kjörræðismaður Íslands í Nepal og Prasoon Dewan, formaður Indvers-íslensku viðskiptasamtakanna.

Hjá ICIMOD átti íslenska sendinefndin fund með Pema Gyamtsho og samstarfsfólki hans í höfuðstöðvunum í Lalitpur. Gyamtsho flutti erindi um hlutverk og starfsemi ICIMOD við að gera þetta mikilvæga svæði grænna, samþættara og loftslagsþolið. Hindu Kush Himalaya fjallgarðurinn nær yfir Afganistan, Bangladess, Bútan, Kína, Indland, Mjanmar, Nepal og Pakistan. Gyamtsho minntist einnig á tengsl ICIMOD við Arctic Circle. Einnig var rætt um jarðhitamöguleika í Nepal.

 Hjá Iðnaðar- og viðskiptaráðinu (CNI) átti íslenska sendinefndin fund með Rajesh Kumar Agrawal, forseta CNI og stjórn CNI. Á fundinum voru ræddir möguleikar á samstarfi íslenskra og nepalskra viðskiptaaðila, m.a. í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, upplýsingatækni og jarðhita.

  • Fundir með ICIMOD og CNI í Nepal. - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum