Hoppa yfir valmynd
25. júlí 2024

Nýir kjörræðismenn í Barcelona og Feneyjum

Íslenski fáninn blaktir við hún - mynd
Sendiráðinu í París er ánægja að kynna til leiks tvo nýja kjörræðismenn Íslands í umdæmi sendiráðsins.

Eva Bretos Cano tók við starfi aðalkjörræðismanns Íslands í Barcelona í apríl. Hún á og rekur fyrirtækið Discover the World - Spain og hefur verið umboðsmaður Icelandair í hartnær tvo áratugi. Eva Bretos Cano hefur mikla þekkingu á Íslandi og gott tengslanet. Mikið álag er á aðalkjörræðisskrifstofunni í Barcelona vegna fjölda Íslendinga í Katalóníu en Astrid Helgadóttir, núverandi kjörræðismaður í borginni mun starfa áfram á skrifstofunni samhliða Evu Bretos Cano.

Sara Francesca Tirelli tók við starfi kjörræðismanns Íslands í Feneyjum í mars sl. Hún stofnaði fyrirtækið Filmmaking with Love árið 2008 og rekur það enn í dag og tekur að sér verkefni fyrir sjónvarp, sinnir eigin listsköpun og sérhæfir sig í framleiðslu, kennslu, þjálfun og ráðgjöf í stafrænni listmiðlun og sýndarveruleika. Sara hefur sterk tengsl við Ísland eftir að hafa stundað skiptinám við HÍ fyrir rúmum 20 árum. Hún hefur reynslu af því að vera Íslendingum innan handar í Feneyjum, sem er ekki einungis þekktur áfangastaður fyrir ferðamenn, heldur einnig fyrir listir og sýningar, s.s. Feneyjatvíæringinn í myndlist og Feneyjatvíæringinn í arkítektúr.

Eitt mikilvægasta hlutverk kjörræðismanna er að gæta hagsmuna Íslands og íslenskra ríkisborgara og að stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti.

Sendiráðið býður þessar öflugu konur velkomnar til starfa og hlakkar til samstarfs komandi ára.
  • Eva Bretos Cano, aðalkjörræðismaður Íslands í Barcelona - mynd
  • Sara Tirelli, kjörræðismaður Íslands í Feneyjum - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta