Hoppa yfir valmynd
6. september 2024

Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra

Frönsku og íslensku forsetahjónin við Elysée höll - mynd
Frönsku og íslensku forsetahjónin við Elysée höll - mynd
Síðastliðnar vikur hafa svo sannarlega verið viðburðaríkar í sendiráðinu. Ólympíumóti fatlaðra lýkur um helgina en það hefur staðið yfir síðan 28. ágúst.
Verkefni sendiráðsins á þessu tímabili hafa verið bæði fjölbreytt og skemmtileg og ber þar hæst að nefna heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands og Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra. Þá hefur verið einstaklega ánægjulegt að verða vitni að frábærri frammistöðu íslensku keppendanna á mótinu.
Forsetahjónin, Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, komu til Parísar til að vera viðstödd setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra og til að hvetja íslenska íþróttafólkið áfram. Þau sóttu móttöku í boði forseta Frakklands og voru heiðursgestir í móttöku á vegum Össurar sem haldin var í samstarfi við sendiráðið til heiðurs íslensku keppendunum og íþróttafólki úr Team Össur. Þess má geta að í liði Össurar eru 18 keppendur sem styðjast við stoðtæki frá Össuri og var það sannkölluð ánægja að taka á móti hluta hópsins í sendiherrabústað Íslands í París.
Þá átti forseti góðan fund með borgarstjóra Parísar, Anne Hidalgo. Forsetinn óskaði borgarstjóranum til hamingju með vel heppnaða Ólymíuleika og Ólympíumót fatlaðra en borgin öll hefur verið notuð í að hýsa leikana og undirbúningur staðið yfir í mörg ár, m.a. með tilliti til aðgengis allra að almenningssamgöngum og uppbyggingu Ólympíuþorpsins.
Forsetahjónin og félagsmálaráðherra, ásamt fulltrúum sendiráðsins, heimsóttu einnig keppendur, þjálfara og aðstandendur í Ólympíuþorpinu og fengu þar hlýjar móttökur.
Við þökkum íþróttasambandi fatlaðra fyrir afar ánægjulegt og gott samstarf og óskum íþróttafólkinu okkar til hamingju með frábæran árangur á mótinu!
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 1
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 2
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 3
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 4
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 5
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 6
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 7
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 8
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 9
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 10
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 11
  • Heimsókn forseta Íslands og félagsmálaráðherra til Parísar í tengslum við Ólympíumót fatlaðra - mynd úr myndasafni númer 12

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta