Hoppa yfir valmynd
12. september 2024

Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet

Síðastliðna viku hefur hönnunarmessan Maison&Objet staðið yfir í Villepinte rétt fyrir utan París. Þar sýndi hönnunarteymið Flétta, sem samanstendur af hönnuðunum Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Bynjólfsdóttur, verk sín ásamt sjö ungum hönnuðum frá öllum Norðurlöndunum. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa unnið til verðlaunanna Rising Talent Award sem í ár heiðraði unga hönnuði frá Norðurlöndunum.

Unni Orradóttur Ramette, sendiherra Íslands í París, hlotnaðist sá heiður sl. föstudag að afhenda þeim Hrefnu og Birtu verðlaunin við hátíðlega athöfn sem haldin var í húsi Danmerkur (Maison du Danemark) á Champs-Élysées í París. Flétta vinnur með endurnýtt hráefni sem annars væri urðað og staðbundna framleiðslu, sem dæmi lampa og borð úr gömlum verðlaunagripum og textílverk úr endurunnu efni. Þær stöllur nýttu til dæmis gamla verðlaunapeninga sem nafnspjöld á meðan á sýningunni stóð.

Maison&Objet fagnar 30 ára afmæli í ár og er meðal stærstu hönnunarviðburða á sviði vöruhönnunar í Evrópu en að jafnaði taka 6000 vörumerki og hönnuðir, 300.000 alþjóðlegir kaupendur og yfir 1500 blaðamenn þátt í viðburðinum.

Við óskum þeim Hrefnu og Birtu hjá hönnunarstúdíóinu Fléttu innilega til hamingju með þessi glæsilegu verðlaun og þátttöku þeirra á hátíðinni. Þá þökkum við Miðstöð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs fyrir samstarfið í tengslum við þetta verkefni en Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar sat í dómnefnd fyrir Íslands hönd.


  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 1
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 2
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 3
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 4
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 5
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 6
  • Hönnunarteymið Flétta hlaut Rising Talent Award á hönnunarmessunni Maison&Objet - mynd úr myndasafni númer 7

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta