Hoppa yfir valmynd
19. september 2024 Utanríkisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ísland og Indónesía undirrita viljayfirlýsingu um samstarf í jarðhitamálum

Íslenska viðskiptasendinefndin á IIGCE jarðhitaráðstefnunni í Jakarta. - mynd

Viljayfirlýsing um samstarf Íslands og Indónesíu í jarðhitamálum var undirrituð í gær á árlegu jarðhitaþingi (IIGCE) sem fram fór í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Samstarfið lýtur að endurnýjanlegri orku, með áherslu á þróun jarðhita.

Jarðhitaþingið er sótt af fulltrúum átta íslenskra fyrirtækja, en þátttaka þeirra var skipulögð í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í Tókýó. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Indónesíu, undirritaði yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands, en umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið ber ábyrgð á framkvæmd samstarfsins fyrir hönd Íslands.

Yfirlýsingunni er meðal annars ætlað að styðja við íslensk jarðhitafyrirtæki í áframhaldandi markaðssókn í Indónesíu og efla vísindasamstarf ríkjanna. Þá er einnig undirstrikaður sameiginlegur vilji til að stuðla að frekari þróun endurnýjanlegrar orku sem styðji við alþjóðleg umskipti yfir í græna orku. Sömuleiðis er horft til mögulegs samstarfs um kolefnisförgun og -geymslu.

Áframhald verður á samstarfi ríkjanna hvað varðar þekkingaruppbyggingu, en síðan 1982 hefur Jarðhitaskóli GRÓ tekið á móti 50 nemum frá Indónesíu, sem margir starfa hjá stærstu orkufyrirtækjum landsins.

Sendiherra Íslands fundaði einnig með Bahlil Lahadalia, orku- og jarðefnaauðlindaráðherra Indónesíu, og Pahala Mansyurc, varautanríkisráðherra Indónesíu, í tengslum við þátttöku Íslands á jarðhitaþinginu.

  • Bahlil Lahadalia orku- og jarðefnaauðlindaráðherra, Eniya Listiani Dewi ráðuneytisstjóri í orku- og jarðefnaauðlindaráðuneyti Indónesíu og Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands gagnvart Indónesíu. - mynd
  • Pahala Nugraha Mansury varautanríkisráðherra Indónesíu og Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands gagnvart Indónesíu. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta