Hoppa yfir valmynd
20. september 2024 Utanríkisráðuneytið

Stefnurammi fyrir norrænt varnarsamstarf

Frá undirrituninni. - myndForsvaret

Norðurlöndin tilkynntu í dag um undirritun tillagna að frekari útfærslu varnarsamstarfs ríkjanna (Nordic Defence Concept), sem markar mikilvægan áfanga í norrænni varnarsamvinnu sem heild.  

Aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu hefur gefið Norðurlöndunum einstakt tækifæri til að dýpka samvinnu sína í varnarmálum og gert ríkjunum kleift að efla sameiginlega getu og viðbragð. Tillögurnar lúta að bættu varnarsamstarfi Norðurlandanna og munu nýtast vel til að ná markmiðum framtíðarstefnu NORDEFCO til 2030, sem var samþykkt 30. apríl síðastliðinn

Tillögurnar mynda stefnuramma utan um svæðisbundna samvinnu ríkjanna á hermálahliðinni og bæta getu þeirra til að mæta sameiginlegum áskorunum í öryggismálum hvort sem er á tímum friðar, spennu eða átaka. Tillögurnar voru þróaðar innan NORDEFCO samstarfsins og endurspegla sameiginlegar skuldbindingar um að styrkja fælingu og varnir Norðurlandanna og Evró- Atlantshafssvæðisins á grundvelli aðildar að Atlantshafsbandalaginu. Skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins undirritaði tillögurnar fyrir Íslands hönd. 

Framtakið er mikilvægt skref í varnarsamstarfi Norðurlandanna og tryggir að löndin séu vel undir það búin að takast á við þær öryggisáskoranir sem kunna að skapast.  

Stefnuramminn um norrænar varnir styrkir ekki eingöngu varnargetu ríkjanna heldur styður hann við hlutverk þeirra sem áreiðanlegra bandamanna innan Atlandshafsbandalagsins. Þá munu ríkin vinna að því að styrkja viðbúnað sinn til samræmis við breyttar öryggishorfur.  

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta