Hoppa yfir valmynd
3. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Ísland og Filippseyjar höfðu pólitískt samráð í New York

Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra, og Davíð Logi Sigurðsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, ásamt Theresu P. Lazaro, skrifstofustjóra málefna tvíhliða mála, og teymi hennar á sendiskrifstofu Filippseyja í New York. - mynd

Efnt var til pólitísks samráðs milli Íslands og Filippseyja þann 27. september sl. í tengslum við nýafstaðna ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og staðgengill ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, fundaði þá með Theresu P. Lazaro, skrifstofustjóra málefna tvíhliða mála, á sendiskrifstofu Filippseyja þar í borg. 

Var samráðið haft á grundvelli samkomulags sem gert var fyrr á þessu ári, um reglubundið pólitískt samráð ríkjanna. Meðal umræðuefna var tvíhliða samband ríkjanna, en töluverður fjöldi Filippseyinga er búsettur á Íslandi, eða hátt í 2.700 manns, og starfar einkum í heilbrigðisgeiranum. Var jákvætt framlag þeirra til íslensks samfélags undirstrikað á fundinum.  

Ennfremur var rætt um fríverslunarsamning EFTA við Filippseyjar, sem Ísland á aðild að, fjárfestingar og viðskipti milli ríkjanna og áhuga íslenskra stjórnvalda á tvísköttunar- og fjárfestingasamningi við Filippseyjar. Sömuleiðis hvort auðvelda megi útflutning á íslenskum sjávarafurðum til Filippseyja, sem er mikilvægt hagsmunamál eðli málsins samkvæmt, og mögulegt samstarf ríkjanna á sviði vísinda og orkumála. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta