Ný kynslóð íslenskra myndlistarmanna kynnt í París
Listamennirnir Arnar Ásgeirsson, Emma Heiðarsdóttir, Fritz Hendrik IV, Hildigunnur Birgisdóttir, Melanie Ubaldo, Styrmir Örn Guðmundsson og Una Björg Magnúsdóttir eiga verk á sýningunni. Í París var listamaðurinn Arnar Ásgeirsson í öndvegi en hann ásamt sýningarstjóranum Heiðari Kára Rannverssyni og Auði Jörundsdóttur, forstöðumanns myndlistarmiðstöðvar voru viðstödd opnunina. Sýningin sem kemst fyrir í tveimur ferðakössum var opnuð í 4. sinn í gær, en áður hafði hún verið sett upp í New York, Amsterdam og Helsinki.
Næstu útgáfur sýningarinnar verða settar upp í Osló og svo í Tókýó.