Hoppa yfir valmynd
21. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024 - myndHaraldur Jónasson / Hari

Kosning utan kjörfundar erlendis vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024 hefst 7. nóvember og fer fram skv. ákvæðum 70. gr. kosningalaga nr. 112/2021.

Kjörstaðir eru:

Allar sendiskrifstofur Íslands (nema fastanefnd Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel),
aðalræðisskrifstofur í Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk,
hjá kjörræðismönnum.

Kjósendum er bent á að skoða vefsíður og samfélagsmiðla sendiskrifstofa til að sjá opnunartíma fyrir kosningar en hafa beint samband við kjörræðismenn hyggist þeir kjósa hjá þeim. Sjá upplýsingar um sendiskrifstofur Íslands og kjörræðismenn eftir löndum.

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 16 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi.

Kjósendur geta, frá og með 31. október, flett upp hvort og hvar þeir séu á kjörskrá á vef ÞjóðskrárÍslenskur ríkisborgari sem hefur átt lögheimili á Íslandi, á kosningarrétt í 16 ár frá því að hann flytur lögheimili af landinu. Eftir þann tíma þarf hann að sækja um að vera settur aftur á kjörskrá til Þjóðskrár Íslands. Ef umsækjandi uppfyllir skilyrðin verður hann skráður á kjörskrá til næstu fjögurra ára á eftir. Ef ekki var sótt um fyrir 1. desember síðastliðinn geta þeir sem hafa haft lögheimili erlendis, lengur en 16 ár, ekki kosið í alþingiskosningunum.

Á Ísland.is eru upplýsingar um alþingiskosningarnar, bæði á íslensku og ensku.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta