Hoppa yfir valmynd
22. október 2024 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar ræddu og áréttuðu mikilvægi vestnorræns samstarfs

Utanríkisráðherrar Grænlands, Íslands og Færeyja. - mynd

Sameiginleg tækifæri og áskoranir í vestnorrænni samvinnu voru til umræðu á þríhliða fundi utanríkisráðherra Íslands, Færeyja og Grænlands, sem fram fór í Reykjavík síðastliðinn föstudag. 

„Vestnorræn samvinna á sem flestum sviðum er Íslendingum afar mikilvæg. Við eigum sameiginlegan menningararf sem mikilvægt er að hlúa að og halda á lofti og á óvissutímum á alþjóðasviðinu er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að styrkja tengslin við okkar næstu nágranna og vini,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 

Utanríkisráðherrar Íslands, Færeyja og Grænlands hittast á þríhliða fundi einu sinni á ári og styrkja þannig sambandið milli landanna þriggja. Á fundinum voru rædd málefni efst á baugi í vestnorrænu samstarfi um þessar mundir. Þá átti ráðherra sömuleiðis tvíhliða fund með Högna Hoydal, utanríkisráðherra Færeyja, þar sem viðskiptamál og framkvæmd fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja voru efst á baugi. 

Þórdís Kolbrún var einnig viðstödd undirritun samninga Icelandair við Atlantic Airways og Air Greenland sem fór fram á jaðri Hringborðs norðurslóða. Með samningunum geta flugfélögin boðið öflugar tengingar milli Grænlands og Færeyja annars vegar og Norður-Ameríku og Evrópu hins vegar, í einum flugmiðla í gegnum Ísland.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta