Hoppa yfir valmynd
23. október 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hefst fimmtudaginn 7. nóvember. Í Bandaríkjunum verður hægt að kjósa í sendiráðinu í Washington, hjá fastanefndinni í New York, hjá fulltrúa sendiráðsins í Norfolk og eftir þörfum hjá kjörræðismönnum.

Washington, DC

Tekið verður á móti kjósendum í sendiráði Íslands eftir samkomulagi frá og með 7. nóvember. Vegna öryggisgæslu í húsinu er mikilvægt að bóka tíma með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

New York

Boðið verður upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í fastanefnd Íslands í New York,  dagana 21. og  22. nóvember frá kl 10:00 – 16:00.

Norfolk

Hægt verður að kjósa samkvæmt samkomulagi hjá fulltrúa á vegum sendiráðs í Norfolk, Virgina.

Þau sem hyggjast nýta sér þessa kosti eru beðin um að bóka tíma með því að senda tölvupóst á: [email protected]

Kjörræðismenn

Einnig er hægt að kjósa hjá kjörræðismönnum Íslands samkvæmt samkomulagi og eru kjósendur beðnir um að hafa samband áður en þeir koma til að kjósa.

Upplýsingar til kjósenda

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum með mynd.

Kjósandi ber ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Póstsendingar á milli landanna eru nokkuð hægari en áður var og því er mælt með því að kosið sé í tíma til þess að atkvæði berist til Íslands í tæka tíð.

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu á kjörskrá geta þeir flett kennitölu sinni upp í kjörskrá á heimasíðu Þjóðskrár frá og með 31. október í síðasta lagi (https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/kjorskra/). Athugið að ef ekki var sótt um að komast aftur á kjörskrá fyrir 1. desember 2023 geta þeir sem hafa haft lögheimili erlendis, lengur en 16 ár, ekki kosið í alþingiskosningunum.

Nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins á vef Stjórnarráðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta