Hoppa yfir valmynd
25. október 2024

Viðbótarframlag til mannúðarmála í Líbanon

Unnur Orradóttir Ramette ásamt fleiri sendiherrum á fjáröflunarráðstefnu fyrir Líbanon í París í gær - mynd
Líbanon sem er í umdæmi sendiráðsins í París átti hug starfsmanna sendiskrifstofunnar þessa vikuna.

Á mánudag meðflutti Ísland ályktun um Líbanon á vettvangi UNESCO. Um 1,5 milljón börn og ungmenni hafa misst aðgengi að menntun og var stofnuninni falið að koma á fót neyðaráætlun til að bregðast við því auk þess að vernda menningar- og náttúruminjar og starfsemi fjölmiðlafólks.

Í gær tilkynnti Ísland um 100 milljóna kr. viðbótarframlag til mannúðarmála í Líbanon á stórri fjáröflunarráðstefnu í París þar sem tókst að safna alls einum milljarði Bandaríkjdala fyrir Líbanon. Um fjórðungur þjóðarinnar er á vergangi, fjöldi látinna og særðra er nú talinn í þúsundum frá því árásir Ísraela gegn Hezbollah hófust í byrjun mánaðarins og skemmdir á innviðum eru gríðarlegar.
  • Kristín Halla Kristinsdóttir Gröndal, Katrín María Timonen og Guðrún Þorsteinsdóttir á stjórnarfundi UNESCO - mynd
  • Stjórnarfundur UNESCO - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta