Hoppa yfir valmynd
30. október 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fyrir alþingiskosningar 30. nóvember

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fyrir alþingiskosningar 30. nóvember - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sendiráð Íslands í Berlín vekur athygli á utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir alþingiskosningar, sem haldnar verða 30. nóvember næstkomandi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst hjá sendiráðum og kjörræðismönnum Íslands fimmtudaginn 7. nóvember. Í sendiráðinu í Berlín verður hægt að greiða atkvæði alla virka daga fram að kosningum á opnunartíma sendiráðsins frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Athugið að kjósendur eru vinsamlegast beðnir um að bóka tíma fyrirfram, helst með dags fyrirvara, vilji þeir greiða atkvæði í sendiráðinu í Berlín, annað hvort í síma +49 30 5050 4000, eða með tölvupósti á netfangið [email protected]. Í tölvupóstinum eða símtalinu þurfa nöfn þeirra sem mæta og nákvæm tímasetning að koma fram, þar sem ræðisdeildin er einungis mönnuð þegar von er á kjósendum.

Atkvæðagreiðslan fer fram í ræðisdeild sendiráða Norðurlandanna á horni Rauchstraße og Klingelhöferstraße (sjá mynd fyrir neðan). Kjósendur þurfa að gera ráð fyrir örstuttri öryggisleit og skulu framvísa gildum íslenskum persónuskilríkjum með mynd.

AUKAOPNUNARTÍMI

Sendiráðið býður upp á aukaopnunartíma til utankjörfundaratkvæðagreiðslu laugardaginn 23. nóvember frá kl. 9:00-16:00. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrir aukaopnunartímann, en gott væri ef kjósendur myndu láta vita af komu sinni með tölvupósti á [email protected].

Upplýsingar um kjörræðismenn Íslands í umdæmisríkjum sendiráðsins má finna á heimasíðu sendiráðsins, hér.

Athygli er vakin á því að kjósendur bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Nánari upplýsingar er að finna á eftirfarandi síðum:

Stjórnarráðið | Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024

Alþingiskosningar 2024 | Ísland.is

Alþingiskosningar 2024 | Þjóðskrá

  • Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fyrir alþingiskosningar 30. nóvember - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta