Hoppa yfir valmynd
31. október 2024

ALÞINGISKOSNINGAR 2024

Sendiráðið í Kaupmannahöfn vekur athygli á eftirfarandi vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í nóvember.
Hægt verður að kjósa í sendiráðinu frá 7. nóvember innan venjulegs opnunartíma en sendiráðið mun einnig bjóða upp á sérstaka auka opnunartíma vegna kosninganna.
Opið verður aukalega eftirfarandi daga:
-fimmtudaginn 14. nóv kl. 16:00 – 19:00
-laugardaginn 16. nóv kl. 10:00 – 14:00
-þriðjudaginn 19. nóv kl. 16:00 – 19:00
-fimmtudaginn 21. nóv kl. 16:00 – 19:00
-laugardaginn 23. nóv kl. 10:00 – 15:00
-þriðjudaginn 26. nóv kl. 16:00 – 19:00
Ekki er þörf á að panta tíma til að koma að kjósa en myndast geta biðraðir og biðjum við fólk vinsamlega að sýna því skilning.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.
Einnig verður hægt að kjósa hjá ræðismönnum. Þau sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er vinsamlega bent á að hafa samband við sinn ræðismenn til að panta tíma.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta