Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2024 Utanríkisráðuneytið

Tvíhliða samráð Íslands og Króatíu

Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Andreja Metelko-Zgombić, ráðuneytisstjóri Evrópumála í utanríkisráðuneyti Króatíu. - mynd

Ísland og Króatía áttu tvíhliða samráð í Reykjavík í gær þegar Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, fundaði með  Andreja Metelko-Zgombić, ráðuneytisstjóra Evrópumála í utanríkisráðuneyti Króatíu. 

Samskipti Íslands og Króatíu eru með ágætum og liggja leiðir landanna víða saman í alþjóðasamstarfi, m.a. sem bandalagsríki Atlantshafsbandalagsins og í Evrópusamvinnu. 

Á fundinum var rætt um mögulegar leiðir til að efla samstarf ríkjanna enn frekar, m.a. á sviði jarðhitanýtingar. Þá var innrásarstríð Rússlands í Úkraínu og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs meðal umræðuefna, sem og samskipti Íslands og Evrópusambandsins og EES-samstarfið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta