Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2024

World Food Forum og Committee on Food Security

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna – FAO, IFAD, WHO, UNCF, WFP – gefa út á ári hverju sérstaka stöðuskýrslu um fæðuöryggi og næringu í heiminum. Slík skýrsla kom út í október sl. og var kynnt á World Food Forum sem haldið í Róm í sama mánuði og efni hennar – og viðbrögð við niðurstöðum – voru m.a. til umræðu í sérstakri nefnd á vegum Rómarstofnana Sameinuðu þjóðanna - Committee on Food Security – sem fundaði síðustu viku októbermánuðar. Í skýrslunni í ár er sjónum beint að fjármögnun aðgerða sem miða að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna  2.1 og 2.2.  um að binda endi á hungur, fæðuóöryggi og vannæringu af hvers kyns toga. Niðurstöður í hnotskurn:

    • Heimsmarkmiðin fyrir 2030 sem snúa að útrýmingu hungurs, fæðuöryggi og vannæringu (2.1. og 2.2.) eru fjarlægari nú en þau voru fyrir heimsfaraldur kórónaveiru.

 

    • Þættir sem auka á fæðuóöryggi og vannæringu hafa magnast; hernaðarátök, sveiflur og öfgar í veðurfari,  efnahagsleg stöðnun og öfugþróun. Við bætast undirliggjandi þættir: efnaleysi og óhollustuvænt umhverfi og mikill og viðvarandi ójöfnuður. Hungruðum og þeim sem búa við fæðuóöryggi fjölgar af þessum orsökum.

 

    • Hungur og fæðuóöryggi jókst snarlega 2019-2021 og viðhélst næsta óbreytt í þrjú ár þar á eftir. Fjöldi jarðarbúa sem var vannærður 2023 er talinn vera milli 713 og 757 milljónir (8.9 til  9.4 prósent). Miðað við meðaltal þeirra talna (733 milljónir) fjölgaði þeim sem bjuggu við hungur um 152 milljónir milli áranna 2019 og 2023.

 

    • Hungur er hlutfallslega mest í Afríku, 20.4%, en er 8,1% í Asíu, 6,2% í Latnesku Ameríku og Karíbahafi, en 7,3% í Eyjaálfu. Flestir einstaklingar líða þó fyrir hungur í Asíu eða 384,5 milljónir, í Afríku eru þeir 298,4 milljónir, 41 milljón í Latnesku Ameríku og Karíbahafi, og 3,3 milljónir í Eyjaálfu.

 

    • Þróunin er neikvæð í Afríku, þar sem hungruðum fjölgar, en fjöldinn er óbreyttur í Asíu og heldur minni í Latnesku Ameríku. Hann er þó alls staðar meiri en fyrir COVID. Uppfærðir framreikningar benda til að 582 milljónir manna muni búa við viðvarandi næringarskort árið 2030. Því er vandséð að Veraldarmarkmið 2, Ekkert hungur, geti náðst. Það er um 130 milljónum fleiri en áætlað var fyrir heimsfaraldurinn.  Ríflega helmingur, eða 53% þeirra sem þá líða fyrir hungur árið 2030 verður í Afríku.

 

    • Í inngangi að fundinum var lögð áhersla á fjögur atriði til að bregðast megi við þeirri stöðu sem uppi er: Facts, viðbrögð þurfa að byggjast á traustum og tímanlegum gögnum; Finance, aukið fjármagn þarf til og tryggja þarf aðgengi að fjármunum; Food Systems, fæðukerfi þurfa að vera sjálfbær og varin fyrir afleiðingum mannlegra gerða og stríðsátökum; og loks Multilateralism, - alþjóðasamvinna er forsenda þess að árangur náist.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta